Tíu manns hafa boðið sig fram til forseta Íslands, hér eru frambjóðendurnir

Um hvað snýst málið?

Tíu manns hafa gefið kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti yfir í nýársávarpi sínu að hann ætli ekki að gefa kost á sér á ný.

Hvað er búið að gerast?

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson gaf kost á sér í nóvember og Youtube-stjarnan Ari Jósepsson var þá þegar búinn að tilkynna framboð. Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon tilkynnti svo um framboð sitt á dögunum rétt eins og Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur.

Þá hafa Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur og rithöfundur, Sturla Jónsson vörubílstjóri, Heimir Örn Hólmarsson rafmagnstæknifræðingur og Vig­fús Bjarni Al­berts­son sjúkrahúsprestur gefið kost á sér. 

Í vikunni gáfu svo Halla Tómasdóttir athafnakona og Bæring Ólafssonfyrrverandi forstjóri og framkvæmdastjóri hjá Coca Cola International kost á sér.

Hvað gerist næst?

Kosn­ing­arn­ar fara fram þann 25. júní og for­setafram­bjóðend­ur þurfa að til­kynna um fram­boð fimm vik­um áður, eða 21. maí.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram