Kostnaðurinn við Ásmund Friðriksson borinn saman við verð á Tower Zinger-borgara á KFC

Í tilefni af því að Ásmundur Friðriksson bar kostnað við móttöku flóttafólks saman við vandræði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á Alþingi í morgun hef ég tekið saman lauslegan kostnað þjóðarbúsins við Ásmund Friðriksson.

Kostnaðinn ætla ég svo að bera saman við Tower Zinger-borgara á KFC.

Sjá einnig: Þessi strákur kom til landsins sem flóttamaður í janúar og syngur á reiprennandi íslensku

Ásmundur Friðriksson er með 762.940 krónur á mánuði í laun. Hann er frá Vestmannaeyjum (en býr í Garði) og fær því 134.041 krónur mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Þá fær hann 83.852 krónur á mánuði í fastan ferðakostnað.

Hann á rétt á að fá endur­greiddan símakostnað sem tengist þingstörfum sínum og getur fengið endurgreiddan kostnað við kaup á síma, allt að 40 þúsund krónur.

Auk fastrar greiðslu fyrir ferðakostnað í kjördæmi á Ásmundur rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Alþingis á eigin bifreið, bílaleigubíl, eða með almenningsfarartækjum.

Ásmundur á einnig rétt á að fá endurgreiddan kostnað sem hlýst af starfi hans sem Alþingismaður. Hámark slíkrar greiðslu er nú 1.087.632  krónur á ári. Eins og aðrir Alþingismenn er Ásmundur slysatryggður allan sólarhringinn.

Tower Zinger-borgarinn er sagður stór og sterkur á vef KFC. Hann kostar 1.079 krónur. Fyrir (afar varlega) áætlaðan mánaðarlegan kostnað af Ásmundi Friðrikssyni væri því hægt að kaupa að minnsta kosti 1.002 Tower Zinger-borgara.

Tveir geta semsagt borið óskylda hluti saman og komist að niðurstöðu sem skiptir engu máli.

Auglýsing

læk

Instagram