Sönglögin sem á eftir að semja fyrir barnafjölskyldur. Af hverju er ekki til neitt páskalag?

Nútímaforeldrar skora á texta- og lagasmiði þessa lands að bæta úr sárlegri þörf fyrir barnalög um nokkur mikilvæg viðfangsefni. Það er nefnilega svo margt auðskiljanlegra, sjálfsagðara og/eða skemmtilegra ef það er til lag um það. Það er snarmerkilegt að ekki séu til nein páskalög – hafiði pælt í því? Það vantar klárlega …

1. Lagið um morgunverkin

Eitthvað up-beat og hressandi lag um það að klæða sig, borða morgunmat og bursta tennurnar. Í bíómyndum gerist allt svo hratt þegar lög eru spiluð undir, foreldra vantar þannig lag til að keyra þetta í gang á morgnana.

2. Sérþarfalagið

Þetta skilja allir sem eru með aukaóskir og óþol af einhverju dagi. Hérna tillaga að fyrsta versinu:

Ekki gefa mér glúten
og ekki grilla nein dýr.
Ég er svolítið vegan
og virkilega rýr.
Ég elsk’ekki eggin
og illa þoli mjólk.
Ég er með svolítið vesen.
Ég er “svona fólk”.
Þú gætir gefið mér baunir
bakað úr hirsi brauð?
En mátt’alveg hrista hausinn
því ég er svona óþolsgaur.

2. Lagið um tölvupóstinn

Mögulegur erkióvinur foreldra er hinn linnulausi tölvupóstur. Hvernig eiga börn að ná utan um það konsept og áhrif þess á fullorðið fólk? Hér vantar klárlega lag til að skýra málið.

3. Breik-lagið

Lag fyrir alla sem þurfa smá breik, bæði börn og fullorðna.

Ekki múkk!
Ekki bofs!
Ég þarf breik!
Bíddu við,
bara smá.
Písofkeik …?

4. Íþróttamótalagið

Hvatningarsöngur fyrir fjölskyldur í keppnisskapi. Ég hef heyrt nokkur íþróttafélagslög, þau eru flest frekar slöpp. Mætti ekki henda í eitt lag sem hefði víðari skírskotun og allir gætu sungið til að peppa sig upp … óháð félögum, keppnisgreinum og aldri? Og ég er ekki að tala um Ég er kominn heim. Það er í grundvallaratriðum ómögulegt óviðeigandi lag að syngja nema þegar maður hefur unnið á heimavelli. Ég heyri fyrir mér ómstrítt mashup af Eye of the Tiger og Búddi fór í bæinn …

5. Tveir pabbar/mömmur

Halló, er ekki kominn tími á einfaldan fjölskyldusöng sem rúmar fleiri versjónir en eina mömmu og einn pabba? Einkabarnalagið er alveg ósamið. Gæludýralög hafa ekki verið samin síðan Snati og Óli rötuðu á prent!

6. Lagið um lúsina

Lúsin er ekki tabú lengur. Um að gera að semja lag um hana.

Lús, lús, lús,
lúsin er í lagi,
það geta allir fengið lús.
Verum bara loose.
Pabbi, hann fær lús.
Mamma, hún fær lús.
Forsetinn fær lús ef hann lánar buffið sitt.
Og landsliðið fær lús ef deilir handklæði.

Og ef lúsin fær lag verður njálgurinn klárlega að fá lag líka. Það getur verið með hreyfingum!

7. Páskalagið

Þetta er rakið stefgjaldamál. Sá sem verður fyrstur að semja páskalagið er gulltryggð/ur um salt í graut sinn. Rebecca Black hló alla leið í bankann. Hugsið ykkur bara hversu mikla spilun mánudags- og föstudags- og jólalögin fá, bara af því að tilefnið er svo augljóst? Ég er ekki að grínast, þetta þarf ekki einu sinni að ríma.

Enginn man alveg af hverju við höldum páska
en það í lagi því árlega kemur frétt
um krossfestingar í útlöndum
og skíðafæri, súkkulaði og vanlíðan og egg …

Þið sjáið að tilefnin eru ærin … Gæti þetta ekki orðið tvöföld safnplata?

Eruð þið með fleiri hugmyndir? Endilega deilið þeim á FB síðunni okkar.
Ef þú lækar þá missir þú ekki af neinu fróðlegu foreldrastöffi á Nútímanum.

Auglýsing

læk

Instagram