Ben Affleck segist vera á leiðinni til Íslands fyrir Justice League (myndband)

Áhugavert

Ben Affleck var gestur þáttarins Live with Kelly í gær. Í þættinum tjáði hann stjórnanda þáttarins Kelly Rippa að hann væri nýkominn heim frá London og á leiðinni til Íslands þar sem hann mun vera viðstaddur tökur á ofurhetjumyndinni The Justice League (Affleck leikur Batman í myndinni).

Aðspurður hvort að honum hafi gefist tími til þess að horfa á bandarískan ruðning upp á síðkastið (en Affleck er mikill aðdáandi íþróttarinnar) segist hann ætla að horfa á næsta leik New England Patriots klukkan fjögur um nóttina í tjaldi á Íslandi.

Kvikmyndin the Justice League er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári, nánar tiltekið 17. nóvember 2017. Í aðalhlutverkum eru Ben Affleck, Henry Cavill og Jason Mamoa. Leikstjóri myndarinnar er Zack Snyder.

Auglýsing

læk

Instagram