Auglýsing

Frábært hlaðvarp fyrir þá sem elska góðar sögur

The Moth

Líf
okkar er ein stór
saga. Og þessi
stóra
saga geymir jafnframt yfirleitt eina (jafnvel tvær,
stundum fleiri, ef viðkomandi
hefur virkilega lifað)
sögu
sem við höldum
sérstaklega
upp á – sem
slær
í gegn
meðal
vina okkar eða
í partíum.
Stundum eru þetta
alvarlegar sögur,
þrungnar
harmleik og dramatík,
en yfirleitt eru sögurnar
fyndnar, óvæntar,
skrítnar.
The Moth er félag
sem hefur tileinkað sér
þessar
sögur,
sumsé,
listinni að segja
sögur.
Félagið
heldur reglulega
viðburði
þar
sem fólk
kemur fram og segir sína
sögu
fyrir framan áheyrendur.
Oft á tíðum er þetta
þekkt
fólk
úr
menningargeiranum, en alls ekki alltaf. Félagið
sjálft
var stofnað árið
1997 en nokkrum
árum
seinna fór
hlaðvarpið
The
Moth í loftið.
Hlaðvarpið
kemur
út vikulega og
að meðaltali
niðurhala
ein milljón
manna þættinum
í hverri viku.
Uppáhalds
þáttur
SKE er án
efa Dinner at Elaine’s, þar
sem rithöfundurinn
George Plimpton lýsir
heimsókn
sinni á
Elaine’s kaffihúsið
í New York þar
sem hann rakst á Woody
Allen. Stórbrotinn
þáttur sem má nálgast með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

https://themoth.org/stories/dinner-at-elaines

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing