Raven (Hrafnhildur Magnea) gefur út nýtt lag: „Sweet Lovin'“

Í gær (26. júlí) gaf íslenska söngkonan RAVEN út lagið Sweet Lovin’ á Spotify og Youtube (sjá hér að ofan). Lagið verður að finna á væntanlegri EP plötu sem söngkonan hyggst gefa út í haust. 

RAVEN heitir réttu nafni Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir en í tilkynningu sem fylgdi útgáfu lagsins í dag á Facebook var söngkonan afar einlæg:

„Halló, allir vinir mínir. Í dag er 26.júlí og því góður dagur til að gefa út lag! Hér er eitt lag af minni fyrstu smáskífu sem er væntanleg í haust. Lagið heitir Sweet Lovin’ og mér þætti afar vænt um að þið tékkuðuð á því fyrir mig! Hægt er að nálgast lagið bæði á Spotify og Youtube. Ég sendi smá sæta ást á ykkur öll sömul í tilefni dagsins! Hlustið, njótið, brosið, elskið og deilið áfram ef ykkur líkar. Ykkar ávallt einlæg, RAVEN.“

– Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttur

Hér fyrir neðan má svo sjá nánari útlistun á höfundum lagsins:

Söngur/höfundur: Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir (RAVEN)

Hljómborð: Magnús Jóhann Ragnarsson
Gítar: Reynir Snær Magnússon
Bassi: Snorri Örn Arnarson
Trommur: Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir
Upptökustjórn/mix: Fannar Freyr Magnússon
Mastering: Bjarni Bragi Kjartansson

Hér fyrir neðan eru svo fleiri lög eftir RAVEN á Spotify.


Auglýsing

læk

Instagram