Pétur Jóhann slær í gegn með Óla Jóels í Dúós á GameTíví!

Það þekkja flestir GameTíví sem spila tölvuleiki yfirhöfuð en um er að ræða skemmtilegan íslenskan sjónvarpsþátt sem hóf göngu sína fyrir 11 árum síðan eða 20. september árið 2012. Aðalstjórnandi þáttarins er Ólafur Þór Jóelsson, oftast kallaður Óli Jóels, en hann hefur marga fjöruna sopið þegar það kemur að tölvuleikjum.

GameTíví býður upp á alls kyns mismunandi þætti bæði á YouTube auk þess sem þátturinn er reglulega með beinar útsendingar í gegnum Twitch. Einn af vinsælustu þáttum GameTíví er með þeim félögum Óla Jóels, Tryggva Haraldi, Kristjáni Einari og Halldóri Má –  í þættinum spila þeir saman mismunandi tölvuleiki sem öllu er streymt í gegnum veraldarvefinn auk þess sem þættirnir eru sýndir á Stöð 2 eSport-sjónvarpsrásinni.

Þeir félagar spila reglulega saman tölvuleiki og streyma beint í gegnum Twitch.

Fjölmargir þættir eru sýndir undir merkjum GameTíví en þar má meðal annars nefna Stjórinn, Stöngin út, Föruneyti Pingsins og The Babe Patrol. Eitthvað fyrir alla sem elska tölvuleiki. Hægt er að fylgjast með því hvað er á döfinni á Facebook-síðu GameTíví með því að smella hér!

Stelpunar í TheBabePatrol eru reglulega með þætti á GameTíví.

Ekki má svo gleyma einum fyndnasta þætti GameTíví sem gengur undir nafninu „Dúós með Pétri Jóhanni“ en þar prófar einn fyndnasti maður landsins hina ýmsu leiki og er Óli Jóels honum til aðstoðar þegar allt fer fjandans til – „sem gerist MJÖG oft…eiginlega alltaf“ eins og segir í lýsingu þáttanna á YouTube.

Hægt er að horfa á „Dúós með Pétri Jóhanni“ og fleiri þætti á YouTube-rás GameTíví en beinu streymin frá leikjaspilun má nálgast á Twitch-síðu þáttanna með því að smella hér!

Hér eru nokkrir bráðskemmtilegir þættir með Jóhanni Pétri og Óla Jóels…

 

Auglýsing

læk

Instagram