Louise notaði greiðslukortið á Íslandi til að greiða fyrir ferðaþjónustu, lögreglan komin á slóð hennar

Louise Soreda, frönsk kona sem lýst var eftir í gær af lögreglu, notaði greiðslukortið sitt til að greiða fyrir ferðaþjónustu hér á landi.

Lögregla telur að hún fái fljótlega staðfestingu á því hvar á landinu hún er niðurkomin en Louise er talin vera á ferð með karlmanni. Lögreglan á Suðurnesjum mun senda frá sér fréttatilkynningu vegna málsins innan skamms.

Sjá einnig: Louise gisti tvær nætur á gistiheimili í vesturbæ Reykjavíkur, sást þar með karlmanni

Louise Soreda gisti í tvær nætur á gistiheimili í vesturbæ Reykjavíkur eftir að hún kom til landsins 5. júlí. Á öryggismyndavélum við gistiheimilið sést til hennar með karlmanni sem var búinn til útivistar, líkt og hún. Louise bókaði herbergið fyrir sig eina í júní. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að lögregla eigi ekki von á því að björgunarsveitir verði sendar út til leitar.

Auglýsing

læk

Instagram