Rúmlega 130 mál á borð lögreglunnar frá kvöldmatarleyti þar til í morgun

Nóttin var erilsöm hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu en alls komu rúmlega 130 mál á borð lögreglunnar frá kvöldmatarleyti í gærkvöldi þar til í morgun að því er kemur fram í frétt á vef RÚV.

Í miðborginni voru 93 mál skráð, meðal annars líkamsáras, slagsmál og mál vegna ölvunnar eða þar sem fólk var ósjálfbjarga. Nokkuð magn áfengis var tekið af unglingum undir lögaldri og því hellt niður. Alls gistu 10 fangageymslur í nótt vegna ýmissa mála.

Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu var lögregla kölluð til vegna heimilisofbeldismála, innbrotstilrauna og ökumanna sem keyrðu undir áhrifum áfengis eða vímuefna.

Yfir 60 sjúkraflutningar voru skráðir á þessum tíma að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði en hann slasaðist illa, hlaut opið beinbrot og var fluttur á slysadeild.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg í gærkvöldi telur lögreglan að aldrei hafi jafn margir sótti Menningarnótt og í gær. Áætlað er að vel á annað hundrað þúsund manns hafi komið í miðborgina og fylgst með fjölmörgum viðburðum sem boðið var upp á.

Auglýsing

læk

Instagram