Götubitahátíð Íslands 2021 um helgina

Götubitahátíð Íslands 2021 verður haldin í Hljómskálagarðinum Í Reykjavík um helgina, dagana 17.-18. júlí. Um leið fer fram stærsta götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards.

Allir helstu matarvagnar landsins keppa þar um tiitilinn „Besti götubiti Íslands“, í samstarfi við European Street Food Awards. Það verða um 20 söluaðilar á svæðinu, bjórtjald, bubblu bíllinn, plötusnúðar, leiktæki fyrir börn, sex hoppukastalar, vatnaboltar, Nerfvöllur og alvöru götubitahátíðar stemming!

Dómnefndina í ár skipa Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og matgæðingur, Binni Löve áhrifavaldur, Shruthi Basappa, hjá Reykjavík Grapevine, og Helgi Svavar Helgason, trymbill og matgæðingur.

Auglýsing

læk

Instagram