Þessi tíu eru efst í kjöri íþróttamanns ársins

Komið er að hreint hvaða tíu einstaklingar fengu flest atkvæði í kjöri samtaka íþróttafréttamanna um íþróttamann ársins 2019.

Tilkynnt verður laugardaginn 28. desember hver er íþróttamaður ársins 2019. Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg var valin í fyrra.

Íþróttamaður ársins topp 10
Anton Sveinn McKee, sundmaður sem keppir fyrir hönd SH og íslenska landsliðsins
Arnar Davíð Jónsson, keiluspilari
Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona og íslenska landsliðsins í handbolta
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Rosengard og íslenska landsliðsins í fótbolta
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttakona úr röðum ÍR
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur sem leikur fyrir hönd GR
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Martin Hermannsson, leikmaður Alba Berlin og íslenska landsliðsins
Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og fyrirliði íslenska landsliðsins

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Instagram