Tónlistarkonan Bríet gefur út sína fyrstu plötu!

Tónlistarkonan Bríet hefur notið geysimikilla vinsælda frá því að hennar fyrsta lag kom út fyrir rúmum tveimur árum síðan.

Bríet hefur eingöngu gefið út singla, 11 talsins, og hafa lögin hennar fengið yfir 10 milljón spilanir samtals. Eins og landsmenn vita er Esjan búin að festa sig í sessi sem klassík í íslenska poppbransanum og er eitt af vinsælustu lögum ársins. 

En nú dregur til tíðinda því við eigum von á plötu frá tónlistarkonunni þann 10.10.2020 og verður streymt út þann dag á öllum helstu streymisveitum. 

Platan ber heitið ´kveðja, Bríet´ og hefur að geyma 9 lög . Lögin fjalla að mestu leyti um ástina og sorgarferlið sem oft þarf að ganga í gegnum til að kveðja ástarsamband. Plötuna vann hún með prodúsentinum Pálma Ragnari Ásgeirssyni og fékk hún frábæra hljóðfæraleikara til liðs við sig í undirleik á nokkrum lögum plötunnar. 

Útgáfan verður með óhefðbundnum hætti í ljósi þess að ekki er hægt að halda útgáfupartý en platan verður spiluð í heild sinni á K100 klukkan 21.30 föstudaginn 9 október en partýið verður þannig að fólk kemur og nýtur ljósadýrðar úr bílunum sínum og hlustar á plötuna frá K100.

Auglýsing

læk

Instagram