Á Móti Sól og GRL Power á meðal þeirra sem bætast við dagskránna á Þjóðhátíð

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum heldur áfram að bæta við sig einvalaliði tónlistarfólks en í dag voru fimm ný atriði tilkynnt sem koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal. Þetta eru JóiPéxKróli, Sprite Zero Klan, Lukku Láki, Á Móti Sól og GRL Power.

Sjá einnig: Fyrstu atriðin á Þjóðhátíð tilkynnt: „Stærsta Þjóðhátíðin til þessa“

Þetta verður í tíunda skipti sem að Á Móti Sól koma fram á Þjóðhátíð. GRL Power eru að mæta á sína fyrstu Þjóðhátíð en sveitina  skipa Salka Sól, Elísabet Ormslev, Þuríður Blær, Karó og Stefanía Svavars. Rapparinn Lukku Láki er einnig að mæta á sínu fyrstu Þjóðhátíð eftir að hafa slegið í gegn með tónlist sinni sem kom út í byrjun sumars.

Þjóðhátíð fer fram dagana 2.-4.ágúst en þegar var búið að tilkynna Friðrik Dór, Flóna, GDRN, ClubDub, Herra Hnetusmjör og Huginn en þessi fjögur síðastnefndu munu sjá um Húkkaraballið á fimmtudagskvöldinu.

Miðasala er í fullum gangi á https://dalurinn.is/

Auglýsing

læk

Instagram