Á ótryggðum bíl með fíkniefni í fórum sínum

Tuttugu mínútur í tvö stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumann sem grunaður er um akstur undir áhrifum vímuefna. Maðurinn reyndist vera á ótryggðum bíl og hafði einnig fíknifni í fórum sínum. Þá var ferðinni heitið í Vesturbæinn þar sem tilkynnt var um tvo aðila sem sváfu ölvunarsvefni. 

Lögregla var einnig kölluð út vegna rafskútuslyss skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Líklegt er að maðurinn hafi verið talsvert mikið drukkinn þegar hann ók skútunni en er málið í vinnslu hjá lögreglunni. Um það bil klukkustund áður gerði lögregla sér ferð í austurborgina. Þar hafði athugull íbúi tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir.

Önnur minniháttar mál og tilkynningar enduðu einnig á borði lögreglu og voru leyst með hefðbundu ferli.

Auglýsing

læk

Instagram