Djúsí hnetu- og karamelluostakaka að hætti Gestgjafans

Auglýsing

HNETU- OG KARAMELLUOSTAKAKA

Með súkkulaðibotni, sætri hnetufyllingu og ostakökutoppi er hér komin kaka sem fæstir geta staðist. Hana má gjarnan gera tveimur dögum áður en hún er borin fram, þetta er ein af þeim sem batnar við að bíða. Kakan er mjög „massíf“ svo litlar sneiðar eru málið. En svo má auðvitað fá sér margar svoleiðis!

SÚKKULAÐIBOTN

100 g suðusúkkulaði
125 g smjör
30 g hveiti
40 g kakó
160 g sykur
2 egg

Hitið ofninn í 180°C. Bræðið súkkulaði og smjör saman, annaðhvort í potti við mjög vægan hita eða í örbylgjuofninum, setjið í hrærivélarskál. Hrærið hveiti, kakó og sykur vel saman við. Bætið eggjunum út í, einu í senn, og hrærið vel á milli þar til deigið er samfellt og glansandi. Takið fram kringlótt smelluform (með lausum botni) sem er um það bil 24 cm í þvermál.

Smyrjið það vel og setjið bökunarpappír á botninn. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mínútur. Látið botninn kólna alveg áður en hnetuog karamellublandan er sett ofan á.

 

HNETU- OG KARAMELLUBOTN

100 g suðusúkkulaði
100 g suðusúkkulaði með karamellukurli og
sjávarsalti
100 g smjör
5 msk. síróp
250 g pekanhnetur, gróft saxaðar
25 g kornflex

Auglýsing

Bræðið súkkulaði, smjör og síróp saman í potti og látið krauma við vægan hita í fimm mínútur. Takið pottinn af hellunni og látið kólna dálítið áður en pekanhnetum og kornflexi er hrært saman við svo súkkulaðiblandan þekji allt saman vel. Hellið blöndunni yfir súkkulaðibotninn, setjið í ísskáp og kælið í 1 klukkustund.

SÚKKULAÐIOSTAKÖKUFYLLING

3 matarlímsblöð
200 g rjómaostur
3 msk. flórsykur
100 g suðusúkkulaði, brætt
2 ½ dl rjómi, þeyttur
4 msk. karamellusósa

Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn. Þeytið rjómaost og flórsykurinn mjög vel saman og blandið bræddu súkkulaði saman við. Leysið matarlímið upp í 3 matskeiðum af sjóðandi vatni og hellið því í mjórri bunu saman við súkkulaðirjómaostsblönduna á meðan hún þeytist. Blandið rjómanum varlega saman við. Jafnið blöndunni yfir hnetubotninn og kælið. Hellið karamellusósunni yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram