Ísold og Már eiga sigurlagið í jólalagakeppni Rásar 2

Auglýsing

Sigurlag jólalagakeppni Rásar 2 árið 2019 er lagið Jólaósk eftir Ísold Wilberg Antonsdóttur og Má Gunnarsson. Þetta kom fram á vef RÚV.

Um fjörutíu lög bárust í jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Átta lög voru valin til úrslita og gátu landsmenn kosið á milli þeirra til móts við dómnefnd Rásar 2. Lagið Jólaósk var að lokum valið besta lagið.

Sigurlagið í ár er flutt og samið af söngelskum systkinum, þeim Ísold Wilberg Antonsdóttur og Má Gunnarssyni. Textinn fjallar um hindranir sem allir þurfa að yfirstíga einhvern tímann á lífsleiðinni og hversu mikilvægt það er að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og finna gleði í litlu hlutunum, sérstaklega um jólin.

Hér fyrir neðan má heyra lag þeirra Ísoldar og Más.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Hægeldaðir lambaskankar

Alvöru Spaghetti Bolognese

Instagram