„Maður fattar allt í einu að besti vinur manns geti bara dáið og það fyrir framan mig“

„Það er rosalega erfitt fyrir mig að tala um þetta og þetta er í fyrsta skipti sem ég tala um þetta í einhverju opinberu viðtali,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza Miljevic en hún er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Það mótaði Evu til frambúðar þegar besti vinur hennar drukknaði þegar þau voru aðeins níu ára.

„Ég ætla ekkert endilega að fara yfir þetta í smáatriðum, hvað gerðist þennan morgun. Mér fannst ég fullorðnast rosalega fljótt þarna. Þegar maður er níu ára gömul er maður ekkert að spá í dauðanum eða einhver geti mögulega dáið í kringum mann. Maður fattar allt í einu að besti vinur manns geti bara dáið og það fyrir framan mig.“

Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, lífsgleðina, áhugann á Hollywood og hversu seinheppin hún getur verið. 

Auglýsing

læk

Instagram