Andri klæddi sig upp sem stóra braggamálið á hrekkjavökunni: „Ekki hleypt inn neins staðar“

Andri Geir Jónasson sló heldur betur í gegn í sameiginlegu búningapartíi hjá Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands í gær. Andri mætti í partíið klæddur upp sem Braggi og að sjálfsögðu voru rándýr strá á sínum stað.

Andri segir í samtali við Nútímann að viðbrögðin í partíinu hafi verið mjög góð og öllum þar hafi fundist búningurinn mjög sniðugur. Það hafi þó ekki gengið jafnvel þegar að hann hélt niður í bæ.

„Þar var bragganum ekki hleypt inn neins staðar. Svo endaði þetta á því að reiðar miðaldra konur hreittu allskonar í braggann, héldu fram allskonar pólitískum skoðunum um hann og reyndu að kremja og eyðileggja,“ segir Andri.

Hann segir að hann hafi gefist upp að lokum og gefið ónefndum túrista braggabúninginn en sá aðili hafði litla hugmynd um hvað væri í gangi.

„Hann labbaði inn í nóttina og þannig urðu endalok braggans,“ segir Andri að lokum. Myndbönd frá kvöldinu má sjá á Instagram síðu hans með því að smella hér. 

Auglýsing

læk

Instagram