Atli Fannar fór yfir fréttir vikunnar í Vikunni: Mannanafnanefnd, Björn Bragi, klónun og þungunarrof

Atli Fannar Bjarkason fór að venju yfir fréttir vikunnar í þættinum Vikan með Gísla Marteini á föstudagskvöld. Það var úr nógu að taka í vikunni en Atli Fannar fjallaði meðal annars um klónun Dorritar og Ólafs á hundinum Sám og ákvörðun mannanafnanefndar um að banna millinafnið Dór.

Atli talaði einnig um nýtt frumvarp um þungunarrof sem liggur fyrir á Alþingi. Í vikunni hefur verið harkalega tekist á um frumvarpið og margir hafa tjáð sig um málið.

„Við skiptum yfir í sjónvarpssal þar sem Snorri í Betel, Biggi Lögga, Jón Valur Jensson og Inga Sæland munu ræða málið í víðu samhengi. Já, en við höfum því miður ekki tíma fyrir það og fáum því frekar að heyra skoðanir sem að skipta máli,“ segir Atli.

Sjáðu innslagið

Auglýsing

læk

Instagram