Baltasar Kormákur er allt í öllu í Eiðnum, sex sinnum á plakati kvikmyndarinnar

Baltasar Kormákur er augljóslega allt í öllu í kvikmyndinni Eiðurinn, sem verður frumsýnd hérlendis 9. september næstkomandi. Nafn Baltasars er sex sinnum á plakati myndarinnar sem fór í umferð á internetinu í gær.

Geri aðrir betur:

Beðið er eftir Eiðnum með mikilli eftirvæntingu en kvikmyndin verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto, Toronto International Film Festical. Myndin verður sýnd í flokknum Special Presentations en hátíðin fer fram dagana 8. til 18. september.

Eiðurinn seg­ir frá hjartask­urðlækn­in­um Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann átt­ar sig á að dótt­ir hans er kom­in í neyslu og kynn­ir þekkt­an dóp­sala fyr­ir fjöl­skyld­unni sem nýja kær­ast­ann koma fram brest­ir í einka­líf­inu. Finn­ur ákveður að taka í taum­ana og er staðráðinn í að koma dótt­ur­inni á rétt­an kjöl, hvað sem það kost­ar.

Ásamt því að framleiða og leikstýra myndinni skrifar Baltasar handritið ásamt Ólafi Agli Eg­ils­syni. Þá fer hann með aðalhlutverkið ásamt Heru Hilm­ars­dótt­ur og Gísli Erni Garðars­syni.

Auglýsing

læk

Instagram