Biðu í röð í frostinu í alla nótt til að ná pari af strigaskóm Kanye West: „Erfiðast klukkan fimm, sex“

Tugir ungmenna biðu fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík þegar hún opnaði í morgun. Tilgangurinn var að næla í par af Adidas Yeezy Boost 350 V2 Beluga 2.0 strigaskó sem eru hannaðir af rapparanum Kanye West.

Nokkrir létu sig hafa að bíða í frostinu í alla nótt. Verslunin hafði birt skilaboð á Twitter þar sem fólk var hvatt til að vera skynsamt og mæta frekar í röðina í morgun, í stað þess að dvelja á Hverfisgötunni í alla nótt. Verslunin opnaði klukkan níu í morgun og hleypt var inn í tíu manna hollum. Hver viðskiptavinur fékk aðeins eitt par af skóm.

Björn Gabríal Björnsson, einn af þeim sem beið í alla nótt segir í samtali við RÚV að nóttin hafi verið mjög köld. „Þetta var erfiðast klukkan fimm, sex í morgun,“ segir hann á vef RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram