Breskt dagblað heldur að Ísland hafi áður heitið Bejam, ruglar Íslandi saman við Iceland

Auglýsing

Breska dagblaðið Independent birti ansi áhugaverðan topp 10-lista á vef sínum í gær. Á listanum er að finna lönd sem hafa breytt nöfnum sínum í gegnum tíðina og fyrir ansi skemmtilegan misskilning er Ísland á listanum.

Samkvæmt listanum hét Ísland áður Bejam en Nútíminn var afar forvitinn að vita hvaðan breski blaðamaðurinn greip það nafn og tengdi við Ísland.

Eftir smá rannsóknarvinnu komumst við að því að Bejam var bresk verslunarkeðja sem var stofnuð árið 1968. Hún gekk vel og var í rekstri til ársins 1989 þegar samkeppnisaðilinn, verslunarkeðjan Iceland, keypti hana og breytti í Iceland.

Listinn er enn þá óbreyttur á vef dagblaðsins, þrátt fyrir að notendur hafi gert tilraun til að leiðrétta þennan misskilning í athugasemdakerfinu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram