Bríet leikur „vonda kallinn“ í hafmeyjuþætti í Hollywood

Auglýsing

Hin 24 ára gamla Bríet Kristjánsdóttir býr í Hollywood og leikur í þáttunum Life as a Mermaid, sem hófu göngu sína síðasta vor. Sjáðu stiklu úr þáttunum hér fyrir neðan.

Bríet er í stóru hlutverki í þáttunum og leikur hina ógnvekjandi Astrid. Þættina má finna á Youtube. Í samtali við Nútímann segist Bríet hafa verið á frumsýningu kvikmyndar vinar síns þegar hún hitti leikstjóra Life as a Mermaid þáttanna. „Ég hafði ekki hugmynd um hver hún var en okkur kom vel saman — svo vel að kvöldið endaði á því að hún bað mig um að koma í prufu fyrir karakterinn Astrid, nýja illmennið í þáttunum hennar,“ segir Bríet.

Ég hló svo þegar ég fékk að sjá handritið og lýsinguna á karakternum: „Hávaxin og ógnvekjandi evrópsk kona með stingandi augnaráð.“

Bríet segir að næstu dagar hafi verið draumi líkastir. „Ég fékk hlutverkið eftir prufurnar og viku síðar flaug ég til LA og mætti beint á sett, svefnlaus og í galsa,“ segir hún.

„Það gladdi íslenska femínistahjartað að sjá að þrír af fimm framleiðendum þáttanna eru konur. Leikstjórinn er líka kona og tveir aðalkarakterarnir kvenkyns, ég og Hafmeyjan, sem er því miður ekki nógu algengt í Hollywood.“

Auglýsing

Bríet segir að það hafi vera mjög gaman að vera ráðin til að leika vonda kallinn. „Þó svo að ég vilji meina að ég sé ágætlega almennileg þá hefur það alltaf verið eitt af markmiðunum,“ segir hún.

Bríet segir leiklistana hafa verið og verði alltaf það eina sem hún geti hugsað sér að gera. „Ég vona innilega að ég geti haldið áfram að vinna við að leika um ókomna tíð. „Ég get ekki annað en verið bjartsýn miðað við öll frábæru tækifærin sem ég hef fengið upp í hendurnar á þessum fjóru mánuðum sem ég hef verið með atvinnuvinnuleyfi hérna úti.“

Bríet segir Hollywood snúast að miklu leyti um viðskipti og því geti hún ekki kallað sig Bríet Kristjánsdóttir. „Umboðsmaðurinn breytti því í Brie Kristjansen. Fólk þarf víst að geta borið nafnið mitt fram og fundið mig á Instagram og Facebook, sem er stór hluti af þessu,“ segir hún.

„Umboðsmaðurinn minn tók sem sagt íslenska nafnið ekki í mál og vildi helst að ég kallaði mig Bridget Bloom. En ég held mig við Brie Kristiansen. Í bili allavegana.“

Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr annarri þáttaröð Life as a Mermaid

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram