Brjálað að gera hjá Balta

Kvikmyndarisinn Universal hefur tryggt sér réttinn að Vikingr, víkingamynd Baltasars Kormáks. Baltasar leikstýrir myndinni sem byggð er á handriti hans og Ólafs Egils Egilssonar og er einn af framleiðendum í gegnum fyrirtækis sitt RVK Studios.

Baltasar er uppteknasti maður landsins um þessar mundir. Hann er að klára kvikmyndina Everest en Ingvar E. Sigurðsson fer með stórt hlutverk í henni ásamt Jake Gyllenhaal, Keiru Knightley, Robin Wright, Josh Brolin, Emily Watson og Sam Worthington.

Myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.

Myndin verður frumsýnd í september á næsta ári.

Þá var greint frá því í vikunni að Baltasar leikstýri kvikmyndinni Reykjavik sem fjallar um leiðtogafund Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Michael Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fór í Höfða árið 1986.

Cristoph Waltz fer með hlutverk Gobachev í myndinni en Michael Douglas leikur Reagan.

Á döfinni er svo kvikmynd eftir bókinni Grafarþögn, eftir Arnald Indriðason. Árið 2006 leikstýrði Baltasar kvikmyndinni Mýrinni eftir samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Lengi hefur staðið til að framleiða mynd eftir Grafarþögn.

Baltasar er einn af og leikstjórum sjónvarpsþáttanna Ófærð. Stefnt er að tökum á Austfjörðum undir lok árs. Alls verða teknir upp tíu þættir og mun Ólafur Darri Ólafsson fer með aðalhlutverkið.

Loks vinnur Baltasar að því að þróa þætti byggða á tölvuleiknum Eve Online.

Auglýsing

læk

Instagram