Bubbi ekki ánægður með úlpuna frá Gumma Jör og 66°Norður: „Ljót og allt of dýr“

Jöræfi Prima úlpan er afrakstur hönnunarteymis JÖR og hönnunar- og framleiðsludeildar 66°Norður en samstarfið var frumsýnt í gær. Úlpan verður fyrst um sinn aðeins til í takmörkuðu upplagi og kostar tæplega 130 þúsund krónur.

Enginn annar en Bubbi Morthens ákvað að segja sitt álit á úlpunni á Twitter í gær. Hann var ekki ánægður , sagði að hún væri ljót, allt of dýr og hreinlega bull.

Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson ákvað hins vegar að taka þessu sem hrósi frá Bubba

Rapparinn Emmsjé Gauti ákvað svo að blanda sér í umræðuna með mynd af Tolla, bróður Bubba, í úlpu sem hann hannaði fyrir Cintamani

Og Guðmundur lokaði umræðunni með nettu skoti á Kónginn

Auglýsing

læk

Instagram