Búllan með bestu borgarana í Lundúnum

Auglýsing

Búllan er raunverulegasti bandaríski skyndabitastaðurinn í Lundúnum — jafnvel þótt hann sé rekinn af Íslendingum.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska dagblaðsins The Independent um bestu hamborgarana í Lundúnum. Tommi’s Burger Joint, breska útgáfan af Hamborgarabúllu Tómasar, situr í efsta sæti listans. Besti borgarinn í Lundúnum, takk fyrir.

„Margir staðir í Lundúnum reyna of mikið en Búllan gerir það ekki. Þetta er hamborgari, ekki steik og það vita þeir á Tommi’s,“ segir meðal annars í umfjöllun um Búlluna. Blaðamaður Independent segir Búlluna bjóða upp á besta kjötið í Lundúnum og er það hinn hefðbundni ostborgari sem toppar listann, ekki steikarborgarinn.

Dómurinn um borgarann er nánast ljóðrænn:

„Þessi hamborgari gæti verið af grilli pabba þíns, ef hann hefði eitt endalausum tíma úti í rigningunni að fullkomna hann.“

Hamborgarinn hjá Patty & Bun lenti í öðru sæti og borgarinn frá Flat Iron í því þriðja. Smelltu hér til að skoða umfjöllunina.

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram