Disney endurgerir Home Alone

Afþreyingarfyrirtækið Disney mun endurgera vinsælu kvikmyndirnar Home Alone fyrir nýja streymiveitu. Auk þess verða gerðar endurgerðir á myndum á borð við Night At the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Þetta kemur fram á vef BBC.

Disney eignaðist réttinn á þessu kvikmyndum þegar fyrirtækið keypti kvikmyndaframleiðslurisann 20th Century Fox. Streymiveita fyrirtækisins, Disney+ fer í loftið í Bandaríkjunum í nóvember á þessu ári.

Home Alone kvikmyndirnar eru orðnar klassískar jólamyndir en Macauley Culkin lék í myndunum. Sú fyrsta kom út árið 1990.

 

Sjá einnig: Macaulay Culkin er einn heima í nýrri jólauglýsingu Google

Auglýsing

læk

Instagram