Dorrit stal senunni fyrir hátíðarfund Alþingis

Hátíðarfundur Alþingis stendur nú yfir á Þingvöllum en í aðdraganda fundarins stal Dorrit Moussaeiff, fyrrverandi forsetafrú og eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, senunni þegar þau hjón gengu eftir Almannagjá að fundarstaðnum að því er kemur fram á vef RÚV.

Hjónin voru fremst í flokki hóps fundargesta en með þeim í för voru meðal annars biskup Þjóðkirkjunnar, nokkrir fyrrverandi forsetar Alþingis og núverandi og fyrrverandi forseti Hæstaréttar. Þegar hópurinn beygði í átt að þingpöllunum úr Almannagjá kom Dorrit auga á fjárhund meðal áhorfenda, yfirgaf hópinn og gekk upp að honum.

Hún ræddi í stutta stund við eiganda hundsins á meðan Ólafur Ragnar reyndi að fá hana til að koma aftur og allur hópurinn beið fyrir aftan forsetan fyrrverandi.

Dorrit fékk síðan tauminn á hundinum og sneri aftur í hópinn sem hélt síðan áfram göngunni að fundarsvæðinu með þau fjárhundinn fremst í flokki.

Í dag er einmitt dagur íslenska fjárhundsins en ekki vitað hvort það hafi eitthvað með gjörning Dorritar að gera.

Sjáðu stórskemmtilegt myndband af atvikinu hér.

Auglýsing

læk

Instagram