Dularfulli titrarinn í Flensborg reyndist vera klukka fyrir sjónskerta

Dularfulli óskilamunurinn sem fannst í sófa í Flensborg og var talinn vera titrari reyndist vera klukka fyrir sjónskerta.

Nútíminn fjallaði um málið í morgun og var það árvökull lesandi sem leysti gátuna.

Sjá einnig: Leitar að eiganda titrara sem fannst í sófa í Flensborg: „Ég er enn ekki viss um hvað þetta er“

Þorbjörn Rúnarsson, tenór og áfangastjóri í Flensborg, birti mynd af hlutnum á Facebook. Hann sagðist ekki vera viss um hvaða tæki þetta væri og óskaði eftir upplýsingum um það. Hann sagði að það passaði ágætlega í lófa og titraði eftir ákveðnu mynstri.

Færslan vakti mikla kátínu og giskuðu lesendur meðal annars á að þetta væri nautnaegg og titrari, tvö af hjálpartækjum ástarlífsins. Svo reyndist þó ekki vera.

Til stóð að spritta tækið og geyma það með öðrum óskilamunum. Ólíklegt verður að teljast að þörf sé á slíkri hreinsun í ljósi nýrra upplýsinga um málið.

Auglýsing

læk

Instagram