Dunkin’ Donuts selur um tíu þúsund kleinuhringi á hverjum einasta degi

Um tíu þúsund kleinuhringir seljast á kaffihúsi Dunkin’ Donuts á Laugavegi á hverjum degi. Raðir hafa myndast fyrir utan staðinn daglega síðan hann opnaði og fyrirhugað er að opna tvo nýja staði fyrir áramót. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sjá einnig: Fremst í Dunkin’ Donuts-röðinni: „Maður er enn þá volgur eftir Eyjar“

Þessar ótrúlegu viðtökur komu Árna Pétri Jóns­syni, for­stjóra 10-11 og Ice­land, lítið á óvart. Í Morgunblaðinu segir hann að þetta sé reynsl­an af opn­un staðanna um all­an heim.

„Full­trú­ar Dunk­in’ Donuts voru bún­ir að segja mér að þetta yrði svona, vegna þess að þetta er það sem hef­ur gerst úti um all­an heim,“ segir Árni í Morgunblaðinu.

Í þrem­ur síðustu opn­un­um hjá þeim, sem voru í Vín­ar­borg, Stokk­hólmi og Kaup­manna­höfn, beið fólk meira en sól­ar­hring fyr­ir utan og yfir hundrað manns biðu í röð. Það seld­ust á bil­inu 10-14 þúsund kleinu­hring­ir á dag. Og fyrstu 7-8 dag­ana voru biðraðir.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að áætlað sé að opna tvo nýja staði fyr­ir ára­mót, eitt kaffi­hús og einn inni í 10-11 versl­un eða Skelj­ungs­bens­ín­stöð. Nýi staðurinn verður að sögn Árna ekki í miðbænum.

 

Auglýsing

læk

Instagram