Ed Sheeran kvæntist í leynilegri athöfn

Auglýsing

Tilvonandi Íslandsvinurinn Ed Sheeran, einn vinsælasti popptónlistarmaður heims, kvæntist æskuástinni sinni, Cherry Seaborn, í leynilegri og hógværri athöfn á sveitasetri sínu í Suffolk fyrir jól, samkvæmt breska miðlinum The Sun.

Samkvæmt heimildarmanni miðilsins fór athöfnin fram nokkrum dögum fyrir jól og var mjög róleg. Aðeins um 40 gestum var boðið, svo allir gestirnir voru nánir vinir og fjölskylda.

Parið var sammála um að vilja lítið gera úr athöfninni. Sheeran er mjög umhugað um að vernda einkalíf sitt og því kom víst aldrei annað til greina en leynileg athöfn. Að sögn eru þau hins vegar að skipuleggja veislu í sumar sem verður í stíl við útihátíð.

Sheeran, sem er 28 ára gamall, kynntist Seaborn á uppvaxtarárunum. Sheeran segist hafa verið skotinn í henni strax þá, en þau missti sambandið þegar Seaborn fór í háskólanám í Bandaríkjunum. Þau kynntust svo aftur árið 2015 og þá urðu þau par. Þau tilkynntu svo trúlofun sína á Instagram í janúar á síðasta ári.

Auglýsing

Seaborn er ekki gefin fyrir sviðsljósin, en Sheeran tjáir sig stundum um ástina sína og hefur meðal annars sagt að hún sé innblásturinn fyrir metsölulagið „Perfect“. Þegar hann var eitt sinn spurður hvort hún væri hin eina sanna sagði Sheeran að hann væri ekki í vafa um það.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram