Egill apar eftir Andra á flandri

Í þáttunum Vesturfarar ferðast Egill Helgason á Íslendingaslóðir í Kanada og Bandaríkjunum og skoðar mannlíf, menningu og sögu á sunnudagskvöldum á RÚV.

Þar á bæ virðast þessar slóðir vera fólki ofarlega í huga þar sem Andri Freyr Viðarsson flandraði um Íslendingabyggðir í Vesturheimi fyrir aðeins tveimur árum í þáttum á RÚV. Hann skoðaði áhugaverða staði og heilsaði upp á fólk í þáttunum.

Átta þættir af tíu hafa verið sýndir í Vesturfaraseríu Egils Helgasonar og hefur hann þegar gert ótrúlega margt sem Andri Freyr gerði í þáttum sínum fyrir tveimur árum, eins og úttekt Nútímans leiðir í ljós.

Eins og þáttaröð Andra þá hófust Vesturfarar Egils í Vesturfarasetrinu á Hofsósi.

Egill talar við Robbie Rousseau um Núna/Now verkefnið. Eins og Andri Freyr:

Egill hittir Magnus Olafsson á elliheimili í Mountain. Það gerð Andri Freyr líka á sínum tíma:

vestur-Magnus-olafsson-

Egill fjallar um skáldið KN í Norður-Dakota og hellir áfengi yfir leiðið eins og Andri Freyr í umfjöllun um skáldið á sama stað:

vestur-hella-á-KN

Egill hittir Maxine Ingalls, eins og Andri Freyr var búinn að gera. Egill skoðar sama skóla með henni og Andri og fer meira að segja inn í sömu skólastofu. Það eina sem hann gerir ekki eins og Andri Freyr er að setjast við skólaborð:

vestur-Maxine-Ingallsvestur-i-skolastofu

Egill heimsótti Einar Vigfússon á verkstæðið hans þar sem hann var að tálga fugla. Nakvæmlega eins og Andri Freyr gerði. Viðtölin voru tekin við sama borð.

vestur-Einar-Vigfusson

Andri á flandri var líka búinn að skoða stein sem er minnisvarði vesturfara á strönd í Gimli, þar sem íslendingar komu að landi. Egill gerði það líka. Egill skoðar líka Tergensen búðina í Gimli, eins og Andri.

Andri Freyr var búinn að taka viðtal við Tammy Axelsson í New Iceland Heritage Museum. Egill gerði það líka ásamt því að skoða safnið, eins og Andri. Stóri munurinn var sá að viðtal Andra var á íslensku en Egils á ensku.

Egill talaði við  Sunnu Pam Furstenau eins og Andri Freyr. Loks fjallaði Egill um bruna Þingvallakirkju eins og Andri Freyr — með myndum af sömu brenndu bjöllu.

Nútíminn hafði samband við Andra Frey sem vildi ekki tjá sig um málið.

Myndir/Skjáskot af Ruv.is og Youtube

Auglýsing

læk

Instagram