Eignir Skúla í Subway metnar á milljarða

Kaupsýslumaðurinn Skúli Gunnar Sigfússon, best þekktur sem Skúli í Subway, hyggst opna hótel í Hafnarstræti 17 og 19. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. Þar kemur einnig fram að Skúli eigi fasteignafélagið Sjöstjarnan ehf. en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins á félagið fasteignir sem eru metnar á um þrjá og hálfan milljarð króna og er fyrirhuguð hótelbygging í Hafnarstræti ekki þar með talin.

Skúli er þekktastur fyrir rekstur Subway-staðanna ásamt því að vera einn af eigendum Hamborgarafabrikkunnar ásamt Simma og Jóa. Umsvif Skúla teygja anga sína víða og í Viðskiptablaðinu kemur fram að hann vinni að 25.000 tonna laxeldi og eldfjallasetri á Hvolsvelli.

Hann segir að hótelið í Hafnarstræti sé mjög spennandi verkefni á besta stað í miðbænum:

Ég hef gríðarlega trú á miðbænum, að hann muni styrkjast og eflast á næstu árum og hef áhuga á hótelframkvæmdum í miðbænum.

Skúli segist í samtali við Viðskiptablaðið hafa áhuga á fleiri verkefnum í miðbænum, en gefur ekki upp hvaða verkefni það eru.

Auglýsing

læk

Instagram