Eineggja tvíburasystur giftast eineggja tvíburabræðrum á árlegri tvíburahátíð

Auglýsing

Tvíburasysturnar Brittany og Briana Deane fengu æskudraum sinn uppfylltan á dögunum þegar þær giftust tvíburabræðrum. Systurnar giftust bræðrunum Josh og Jeremy Salyers í sameiginlegri athöfn á tvíburahátíðinni Twin Days sem haldin er árlega í Twinsburg í Ohio-fylki í Bandaríkjunum.

Pörin hittust fyrst á hátíðinni fyrir ári og en systurnar hafa mætt á hátíðina árum saman. Þær hittu bræðurna á síðasta degi hátíðarinnar en þeir voru þar í fyrsta skipti.

Brittany, sem giftist Jeremy, segir í samtali við tímaritið PEOPLE að það að giftast tvíburum hafi verið þeim systrum mikilvægt. „Ég man þegar við vorum litlar stelpur í leikskóla vissum við að þetta væri framtíðin okkar.“

Prestar, sem voru einnig tvíburar, giftu pörin og þema athafnarinnar var „Twice Upon a Time“ en Brittany segir athöfnina hafa verið tvöfalt ævintýri.

Auglýsing

Hún viðurkennir að líkurnar á því að þær myndu giftast tvíburabræðrum væru mjög litlar en stjörnurnar hafi raðast þannig upp að draumur þeirra rættist. Nú fær hún að giftast draumaprinsinum og á sama tíma lítur hún yfir til systur sinnar sem fær líka að giftast draumaprinsinum sínum.

Brúðkaupið verður auðvitað sýnt í sjónvarpinu á raunveruleikaþáttastöðinni TLC í sérstökum þætti þar sem áhorfendur fá að skyggnast nánar inn í líf og sambönd paranna og vegferð þeirra til hjónabandsins.

Briana segir það ekki hafa verið erfitt að skipuleggja sameiginlegt brúðkaup en þær systur hafa lengi tileinkað sér tvíburamenningu meðal annars með því að klæða sig eins og fara á tvöföld stefnumót en þær líta á sjálfa sig sem tvo hluta af einni heild.

„Við Brittany höfum sama smekk þannig að það var gaman og ekkert vesen að skipuleggja brúðkaupið. Við höfðum sömu sýn fyrir athöfnina og hvernig við vildum að dagurinn yrði. Við vinnum vel saman og það erfiðasta við skipulagninguna var sennilega að skipuleggja brúðkaupið í Twinsburg því ekkert okkar býr í Ohio.“

Nú þegar brúðkaupið er frá segja systurnar Brittany og Briana næst á dagskrá að finna nógu stórt hús þannig að þau geti öll fjögur búið í því og alið upp börnin sín saman.

 

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram