Emmsjé Gauti hannar Jordan strigaskó: „Óteljandi klukkustundir af hugmynda- og handavinnu“

Auglýsing

Rapparinn Emmsjé Gauti er alltaf með nóg á sinni könnu. Á vef tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík er nú hafin sala á Nike Jordan strigaskóm sem Gauti hannaði.  Gauti segir að það hafi verið draumur hans að gera sína eigin Jordan skó frá því að hann eignaðist fyrsta parið árið 2014.

„Þegar ég hóf samstarf við Nike á Íslandi opnuðust dyr sem gerðu það mögulegt að láta drauminn verða að veruleika. Til að uppfylla drauminn var ljóst að töluverð vinna var fyrir stafni og margt sem þurfti að huga að. Eftir óteljandi klukkustundir af hugmynda- og handavinnu, í samstarfi við frábæra aðila kynni ég til leiks: AIR JORDAN RETRO “FIMM”,“ segir í lýsingu á skónum á vef Húrra.

Einungis 20 pör eru í boði en hægt er að skrá sig í happdrætti á vef Húrra Reykjavík og þar verða sigurvegarar dregnir út sem fá kauprétt að skónum.

Gauti hannaði skóna í samstarfi við Helga Líndal, Björn Geir, og Bobby Breiðholt, hönnuð plötunnar Fimm sem kom út fyrr í vetur. Vínyl útgáfa af plötunni fylgir með skónum ásamt sérgerðum kassa og sérsaumuðum taupoka.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram