Eyþór snýr aftur í Biggest Loser

Raunveruleikaþátturinn Biggest Loser Ísland hefur göngu sína á ný á Skjá einum í janúar. Eyþór Árni Úlfarsson, einn af keppendunum í fyrstu þáttaröðinni, snýr aftur.

Eyþór Árni var var þyngsti kepp­and­inn í fyrstu þáttaröð Biggest Loser og næst þyngsti keppandinn í sögu þáttarins, sem hefur verið framleiddur víða um heim. Eyþór var 249 kíló þegar hann keppti fyrst en er nú 211 kíló.

Í viðtali á Mbl.is segir hann að eigin hindranir séu það erfiðasta í þáttunum. „Þær sem maður set­ur sjálf­ur fyr­ir sig. Að hafa ekki trú á sjálf­um sér og gera sjálf­um sér hlut­ina erfiðari en þeir þurfa að vera,“ segir hann.

Þá segir hann að fólk hafi mis­mik­inn skiln­ing á því hvað það er að vera of feit­ur.

Þetta er al­mennt litið miklu horn­auga og fólk virðist ekki al­veg skilja hvað það er í raun erfitt að vera feit­ur og geta ekki losnað úr þess­um víta­hring.

Hann stefnir á að létta sig niður í 100 til 110 kíló og ráðleggur þeim sem eru í hans sporum að byrja á matarræðinu og smá hreyfingu.

„Ekki reyna að „gleypa heim­inn“. Það er ótrú­legt hvað mikið hefst upp úr því að bara byrja á að sleppa öllu nammi og gosi og fara bara út að labba rösk­lega í svona hálf­tíma á dag,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram