Fermetrinn dýrari á Akureyri en í Hafnarfirði

Fermetraverð er hærra á Akureyri en í Hafnarfirði en hæst á Seltjarnarnesi. Þetta kemur fram í samantekt Salvars Þórs Sigurðssonar sem tróð að eigin sögn öllum fasteignavef Vísis í eitt Excelskjal og birti niðurstöðurnar með hjálp Infogr.am.

Niðurstöðurnar eru ansi merkilegar en þær má sjá hér fyrir neðan. Fermetraverð er næstum helmingi lægra í Breiðholti en í miðbæ Reykjavíkur og meðal fasteign á Íslandi kostar rúmar 30 milljónir króna. Meðalfermetrinn á Íslandi kostar hins vegar um 230 þúsund krónur.

Ýmislegt annað kemur í ljós þegar maður rýnir í gögnin. Til dæmis að fleiri íbúðir eru til sölu í Reykjanesbæ en í Reykjavík og að ein íbúð er til sölu í Bakkafirði.

Skoðið grafíkina hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram