Fimm áhugaverð augnablik úr sögu Alvarpsins

Nútíminn og Alvarpið hafa snúið bökum saman sem þýðir aðeins eitt: Á nýju ári birtast vikulegir hlaðvarpsþættir á Nútímanum. En hvað er hlaðvarp ig hvernig hlusta ég? Því er svarað hér.

En fyrir þau sem vilja byrja strax að hlusta eru hér nokkur áhugaverð augnablik úr sögu Alvarpsins.

 

1. Viðtal dauðans

Ólíkindatólið 3. þáttur – Hættulegt viðtal

Víkingur Kristjáns lendir í honum kröppum þegar hann tekur viðtal við ansi vafasamann mann, svo vafasaman að viðtalið er óbirtingahæft. En Víkingur deyr ekki ráðalaus og fær vin sinn, stórleikarann Ingvar E. Sigurðsson, til að endurleika viðtalið, orð fyrir orð.

2. Ofurhetjuknattspyrna

Hefnendurnir XXII – Litla Líkkistan

Í tilefni af HM í knattspyrnu, hjálpar Örvar Smárason, stjórnandi hins frábæra boltavarps Eusebio, Hefnendunum Hugleiki og Jóhanni Ævar að skipleggja fótboltalið sem samanstanda einungis af karakterum úr poppkúltúr og lætur þau síðan berjast til síðasta blóðdropa í æsispennandi knattspyrnuleiklýsingu.

3. Sölvi Fannar opnar sig

Ástin og leigumarkaðurinn – 6. þáttur

Ljóðskáldið og þúsundþjalasmiðurinn Sölvi Fannar mætir í viðtal til Sögu Garðarsdóttur og Uglu Egilsdóttur og opnar sig um 12 sporin og ástarsambönd sín.

4. Jón og freku karlarnir

Áhugavarpið nr. 13 – Jón Gnarr

Jón Gnarr nýtir Áhugavarpið til að losa tilfinningar sínar gagnvart „freka kallinum“ um á síðustu dögum borgarstjóratíðar sinnar.

5. Bachrach og David fílaðir í strimla.

Fílalag – Anyone Who Had a Heart

Fólósófistarnir Snorri helga og Bergur Ebbi hafa fílað mörg lög í þáttunum sínum, en sjaldan neitt jafn mikið og Anyone Who Had a Heart eftir Burt Bacharach og Hal David.

Auglýsing

læk

Instagram