Fjölmargir ökumenn stöðvaðir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur

Undanfarnar helgar hafa fjölmargir ökumenn á höfuðborgarsvæðinu verið stöðvaðir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að engin breyting hafi orðið á þessu um síðustu helgi en þá hafi þrjátíu og átta ökumenn verið stöðvaðir fyrir þessar sakir.

Þrjátíu og einn var stöðvaður í Reykjavík, þrír í Kópavogi og Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Fjórir voru teknir föstudagskvöld, fjórtán á laugardag, sextán á sunnudag og fjórir á aðfaranótt mánudags.

Í tilkynningu lögreglu segir að af þeim sem stöðvaðir voru hafi þrjátíu verið karlmenn á aldrinum 17-56 ára en átta af ökumönnunum hafi verið konur á aldrinum 18-51 árs. Átta af þeim sem stöðvaðir voru um helgina höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Auglýsing

læk

Instagram