Flug­vél nauðlenti í Kinn­ar­fjöll­um

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út um tíu leytið í gærkvöld eftir að flugvél nauðlenti í Kinnarfjöllum, austan Eyjafjarðar. Tveir einstaklingar voru um borð í flugvélinni, maður og kona. Þau eru ekki alvarlega slösuð.

Vélin nauðlenti í snjó og fljótlega var send lítil flugvél í loftið frá Akureyri sem kom auga á fólkið og náðu að kasta til þeirra tjaldi og svefnpokum úr vélinni. Tveir björgunarsveitarmenn á vélsleðum sem voru á eigin vegum á svæðinu voru sendir í átt að fólkinu. Þeir komu fyrstir á staðinn og hlúðu að þeim. Þá hafði fólkið tjaldað til þess að halda á sér hita.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fólkið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri og aðilar frá Rannsóknarnefnd flugslysa munu sjá um rannsókn málsins.

Tildrög slyssins eru enn óljós og rannsókn enn á frumstigi. Ekki urðu nein slys á fólki og flugvélin virðist lítið skemmd.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram