Forstjóri SS segir tengingar við nasista fráleitar í auglýsingaherferð sem grínast sjálf með málið

Nýjar auglýsingar Sláturfélags Suðurlands hafa vakið mikla athygli. Auglýsingaskiltum með merkinu I ❤️ SS hefur verið komið fyrir víða um höfuðborgina og á samfélagsmiðlum hefur fólk velt fyrir sér hvort erlendir ferðamenn tengi skiltin við öryggis- og hersveitir þýska Nasistaflokksins, sem kölluðust SS, frekar en gómsætar pylsur.

Falin myndavél: Fullt af fólki til í eina með öllu eftir ræktina, meira prótín en í skyri

Í umfjöllun Vísis um málið segir Steinþór Skúlason forstjóri SS – Sláturfélags Suðurlands að um hártogun sé að ræða. „Það stendur fyrir neðan SS-pylsur. Þannig að þetta getur vart farið á milli mála,“ segir hann á Vísi.

Þetta er vísun í auglýsingaherferð sem fjallar um Árna pylsu í New York. Hans pylsuvagn er merktur I love SS.

Umrædd herferð hefur verið áberandi á Facebook í sumar. Hægt er að fylgjast með ævintýrum Árna pulsu, sem leikinn er af Kjartani Guðjónssyni, í New York, en í færslu sem birtist á þriðjudag segist Árni pulsa sárlega þurfa á hjálp vina sinna að halda.

„Þannig er nú mál með vexti að „I ❤️ SS“-bolirnir sem ég ætlaði að selja hérna í Stóra Eplinu virðast falla eitthvað illa í kramið hjá Kananum og ég þurfti að senda þá alla aftur heim til Íslands. Þetta er bara skóli fyrir Árnann!“

Það er því ljóst að auglýsingaherferðin sjálf sér húmor í tengingunni umdeildu sem forstjóri SS segir fráleitar.

Auglýsing

læk

Instagram