Friðrik Dór róaði umboðsmanninn eftir tónleikana: Fann meira til með tækniliðinu en sjálfum sér

Auglýsing

Máni Pétursson, útvarpsmaður og umboðsmaður Friðriks Dórs, segir að Friðrik hafi þurft að róa hann eftir stórtónleika Rásar 2 við Arnarhól en ekki öfugt. Tæknin lék Friðrik grátt á tónleikunum en augljóst var að hann heyrði ekki í sjálfum sér á sviðinu sem kom niður á flutningnum.

Sjá einnig: Tæknin stríddi Frikka Dór á stórtónleikum Rásar 2: „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg“

Máni segir í færslu á Facebook-síðu sinni að Friðrik sé ekki bara stórkostlegur tónlistarmaður heldur líka frábær manneskja. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið,“ segir Máni.

Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér. Í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær þá fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana.

Máni segir í færslunni að þetta sé lýsandi fyrir Friðrik. „Að vinna með honum hefur bara verið endalaust gefandi,“ segir hann.

Auglýsing

„Það er rosalega fínt fyrir svona gremjubolta, vitleysing og brestakarl eins og mig að vinna með jafn heilsteyptri manneskju og Frikka. Hann er oft mín betri samviska og líklega eini eðlilegi vinurinn sem ég á.“

Máni bætir við að það sé alltaf hægt að lýta á björtu hliðarnar. „Það góða sem ég sé út úr þessu gærkvöldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan,“ segir hann.

„Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það. Ég get bara ekki beðið eftir næstum giggum og sérstaklega að sjá drenginn í Hörpunni það verður svo gott partí.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram