Frosti fer yfir mál Eddu: „Við erum að tala um hryllilegt ofbeldismál“

[the_ad_group id="3076"]

Frosti Logason fjölmiðlamaður, fer yfir mál Eddu Björk Arn­ar­dótt­ur í nýjasta þætti hlaðvarps síns Harmageddon. Edda hefur deilt við íslenskan barnsföður um forræði yfir sonum þeirra. Edda nam syni sína þrjá aftur á brott frá Nor­egi í óþökk föður þeirra og var hand­tek­in í lok október.

Eddu hefur verið sleppt úr haldi eft­ir að aðfar­ar­gerð á heim­ili þeirra var frestað og syn­ir henn­ar neitað að yfirgefa heimili móður sinnar. Stjúp­faðir drengj­anna var líka hand­tek­inn, en barnsfaðir Eddu hefur fullt forræðið fyrir norskum dómstólum. Frosti hefur aflað ýmissa gagna um málið, bæði frá yfirvöldum og einstaklingum. Upplýsingar sem Frosti hefur aflað, hafa ekki komið fram áður og koma mjög á óvart, séu þær allar sannar, svo vægt sé til orða tekið.

Edda nam syni sína brott í mars síðasta ári og hafa þeir búið hjá henni á Íslandi síðan. Faðir­inn er ís­lensk­ur en hef­ur búið í Nor­egi um ára­bil og bjó öll fjöl­skyld­an þar áður en Edda og barns­faðir henn­ar skildu. Norsk­ur dóm­stóll úr­sk­urðaði að dreng­irn­ir skyldu hafa lög­heim­ili hjá föður sín­um og að hann skyldi einn fara með for­sjá þeirra, að sögn mbl.is

Frosti fer yfir málið og segir í hlaðvarpinu sínu: „Hérna ætlum við að fara í mál sem að ég tel vera einhvern mesta, ljótasta og svartasta blett á hinu frjálsa lýðræðisríki sem Ísland telur sig vera og jafnréttisparadís sem hún er oft kölluð. Við erum að tala um hryllilegt ofbeldismál sem virðist vera allt einhvern veginn skrumskælt og afbakað í fjölmiðlum. Við erum að tala um algerlega klippt og skorið, hreint og klárt tálmunar- og barnaránsmál.“

„Jú, við erum að tala um fréttirnir af, hvað heitir hún, Edda Björk Arnardóttir sem hefur viðurkennt og öllum ljóst að hún fór til Noregs á sínum tíma og rændi börnum sínum af barnsfeðri. Hún er sannarlega blóðmóðir piltanna og allt það en hún rænir börnunum vegna þess að honum hafði verið dæmt ekki bara lögheimilið heldur fullt forræði.“

[the_ad_group id="3077"]

„Það er búið að margdæma þessa konu. Hún er sem sagt dæmdur glæpamaður. Hún er búin að brjóta lög trekk í trekk. Hún hefur rænt drengjunum sem er ólöglegt. Hún hefur haldið þeim frá föður þeirra, sem hefur leitt til þess að honum var dæmt fullt forræði.“

Í myndbandinu hér að neðan fjallar Frosti betur um málið. Í þættinum koma fram staðhæfingar sem ekki hafa komið fram áður:

Auglýsing

læk

Instagram