Geir fær á baukinn fyrir að gagnrýna valið á Ólafíu: „Valið á fávita ársins verður ekki svo erfitt“

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, var ósáttur við valið á íþróttamanni ársins en eins og greint hefur verið frá var það kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem varð hlutskörpust í kjörinu þetta árið. Geir tjáði sig um málið á Twitter en færsla Geirs hefur ekki fallið vel í kramið hjá öllum.

„Þetta gengur ekki lengur,“ skrifaði Geir í færslunni og lagði til að kjörið yrði kynjaskipt og fengnir yrðu til verksins hundruðir aðila.

Valið á íþróttamanni ársins er nánast undantekningalaust umdeilt en margir sáu ástæðu til þess að gagnrýna Geir fyrir ummælin. Nútíminn tók saman nokkrar færslur.

https://twitter.com/d_4_n_13_l/status/946678001059729413

 

Auglýsing

læk

Instagram