Gimli úr Lord of The Rings selur popp í Bíó Paradís – Sjáðu myndbandið!

Lesendur Nútímans kannast ef til vill við nýja starfsmann Bíó Paradís en bíóið birti myndband af vægast sagt stuttum starfsferli hans sem afgreiðslumaður fyrr í dag.

Það er enginn annar en stórleikarinn John Rhys-Davies eða Gimli úr Lord of the Rings sem fékk vinnu á bak við afgreiðsluborðið en leikarinn ætti kannski að halda sig við núverandi starf sitt.

John Rhys-Davies í Bíó Paradís

John Rhys-Davies kíkti til okkar og tók stutta vakt með poppvélinni Camillu. Gekk því miður ekki nógu vel þar sem hann gat ekki hætt að borða poppið í vinnunni :/

Posted by Bíó Paradís on Mánudagur, 12. nóvember 2018

 

Atli Viðar Þorsteinsson aðalsamfélagsmiðlanörd bíósins sagði í samtali við Nútímann að starfsfólkið í Bíó Paradís séu miklir aðdáendur og því stokkið á þetta tækifæri. Leikarinn var allur af vilja gerður og spann þennan litla skets á staðnum.

John er staddur hér á landi við tökur á íslensk-kanadísku kvikmyndinni Shadowtown en tökur fara meðal annars fram í Bíó Paradís. Það er Jón Gústafsson sem leikstýrir og skrifar ásamt konu sinni Karolinu.

John Rhys-Davies (Indiana Jones, Lord of the Rings Gimli) took a short shift at the popcorn machine much to our amusement #johnrhysdavies #gimli #lotr

Posted by Bíó Paradís on Mánudagur, 12. nóvember 2018

 

Auglýsing

læk

Instagram