Glowie deilir kraftmikilli færslu um hlutgervingu kvenna: „Þetta gerir mig brjálaða“

Söngkonan Sara Pétursdóttir, best þekkt sem Glowie, deilir kraftmikilli færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún segist vita hvernig er að láta koma fram við sig eins og kynlífshlut. „Það er viðbjóður,“ segir Glowie og deilir myndbandi um hlutvervingu kvenna sem má sjá hér fyrir neðan.

„Þetta gerir mig brjálaða!“ segir hún um myndbandið.

Ég er ekki lengur hrædd við það að koma því fram að ég var misnotuð og ég veit hvernig það er þegar komið er fram við mann eins og maður sé einhver kynlífshlutur! það er viðbjóður!!!

Glowie segist hafa lært að það þarf ekki að vera nauðgun til að „misnota og gjörsamlega eyðileggja sálina í manni“.

„Mér líður alveg jafn illa og þeim sem urðu fyrir verra atviki, þetta er sama tilfinningin! og þessi tilfinning er hræðileg! og hún mun sitja í manni alla ævina,“ segir hún.

Sjá einnig: Glowie sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna með þessum stórkostlega flutningi

„Hér ætla ég að reyna að lýsa þessari tilfinningu í nokkrum orðum: Svart, þungt, óglatt, dofin, grátur, óörugg, pínu eins og að vera barinn mjög fast í sálina.

Við erum mannlegar, við erum með sál og hjarta, við erum ekki „fullkomnar“, við grátum, við hlæjjum, við erum með allskonar líkama, við fáum bólur, ör, bauga, fílapensla. Ekki líkja okkur við einhverjar klámstjörnur!! því þær eru FAKE!“

Hér má sjá myndbandið sem Glowie deilir með færslunni.

Auglýsing

læk

Instagram