Haukar fá það óþvegið á Twitter eftir að hafa kært leik við Selfoss: „Þessi kæra er glórulaus“

Handknattleiksdeild Hauka hefur kært úrslitin úr leik Selfoss og Hauka í Olís-deild kvenna sem fór fram á miðvikudagskvöld og vilja að leikurinn verði spilaður aftur. Selfoss vann leikinn 28:25.

Sunnlenska greinir frá þessu.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði 13 mörk fyrir Selfoss í leiknum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum braust hún í gegnum vörn Hauka og rifnaði treyja hennar í átökunum.

Hún spilar í treyju númer 4 en þar sem engin aukatreyja var til með því númeri var til takst spilaði hún lokamínútuna í treyju númer 3. Haukar telja að þetta hafi verið brotlegt og hafa kært atvikið til dómstóls HSÍ 

„Auðvitað er um smámál að ræða sem hefur engin áhrif hefur á úrslit leiksins en öllum er frjálst að leita réttar síns og verða viðbrögð okkar því að afla nauðsynlegra gagna og koma til dómstóls HSÍ,“ sagði Magnús Matthíasson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, í samtali við Sunnlenska. 

Félagið fær það óþvegið frá notendum Twitter sem segja kæruna meðal annars vera glórulausa, fáranlega og sorglegustu kæruna í sögu íslenskra íþrótta.

Þetta er glórulaust!

Sorglegasta kæra í íslenskri íþróttasögu?

Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason blandar sér í umræðuna

Jafnvel þó að þetta sé tæknilega hægt…

Nei, það er enn janúar…

Í frétt Sunnlenska segir að niðurstaða í málinu ætti að liggja fyrir fyrir eða eftir næstu helgi, eða eftir rúma viku.

Auglýsing

læk

Instagram