Heiðar kominn af Málmey: Engin orka eftir

Auglýsing

Brimbrettakappinn og Snapchat stjarnan Heiðar Logi hefur lokið dvöl sinni í Málmey þar sem hann var í þrjár nætur án vatns og matar. Heiðar var sóttur á bát í gær.

Á lokadeginum hitaði hann sér rabarbaragraut líkt og hina dagana og tók saman tjaldið sitt áður en hann var sóttur í fjöruna.

Hann var móður og másandi þegar hann kom í land en hann sagði að eftir dvölina hafi minnsta áreynsla farið að taka gífurlega á. „Það er bara engin orka, ég er bara móður við það að labba,” sagði Heiðar.

Heiðar lifð aðallega á grænmetisfæðu á meðan hann var á eyjunni en hann borðaði ber, hundasúrur, þara og rabarbara ásamt smá skelfisk.

Auglýsing

Hann segir í samtali við Vísi í dag að honum líði vel eftir dvölina en að hann sé orkulaus og sé búinn að léttast. Hann segir að dvölin hafi verið erifð en en jákvætt viðmót hafi alltaf fylgt honum.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram