Heiðar Logi eyðir fjórum dögum í Málmey án vatns og matar: „Þetta er mega huggulegt”

Brimbrettakappinn og Snapchat stjarnan Heiðar Logi Elíasson er mættur út í Málmey í Skagafirði þar sem hann ætlar sér að eyða fjórum dögum. Heiðar lenti á eyjunni í gær en honum var skutlað þangað með þyrlu og svo skilinn eftir.

Heiðar sýnir fylgjendum sínum á Snapchat frá ævintýrinu en það fyrsta sem hann gerði þegar að hann lenti á eyjunni var að leita að eldivið og finna rennandi vatn. Það tókst eftir töluverða göngu um eyjuna og Heiðar var ansi þreyttur í kjölfarið.

„Þetta er mega huggulegt sko, ég ætla að koma mér í háttinn og vonandi veiði ég einhvern fisk á morgun. Ég vona að morgundagurinn gangi eins vel og dagurinn í dag gerði,” sagði Heiðar þegar hann kvaddi fylgjendur sínar í gærkvöldi.

Heiðar sagði í samtali við Vísi í gær áður en hann lagði af stað í ævintýrið að hann væri mest stressaður fyrir því að finna engan eldivið og geta ekki soðið vatn. Hann fann nóg af eldivið á fyrsta degi en í morgun var viðurinn of rakur til þess að hann gæti kveikt eld.

Það verður hægt að fylgjast áfram með ævintýrum Heiðars á snapchat aðgangi hans heidarlogi.

Auglýsing

læk

Instagram