Hildur hafnaði boði Harmageddon um að mæta í þáttinn: „Hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn“

Tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir afþakkaði boð Harmageddon um að mæta í þáttinn í morgun. Þetta kemur fram á Twitteri-síðu Hildar.

Hildur vann á fimmtudaginn vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins. Fyrir helgi sagðist hún vilja fá afsökunarbeiðni frá útvarpsmanninum Frosta Logasyni og sakaði hann um að niðurlægja hana og aðrar konur í beinni útsendingu í Harmageddun á X-inu.

Málið vakti mikla athygli um helgina en Hildur var ekki nefnd á nafn í yfirlýsingu útvarpsþáttarins um málið í gærkvöldi.

„[Ég] hef ekkert við Frosta að segja umfram pistilinn,“ segir Hildur á Twitter.

Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng né gefa þeim himinháar hlustunartölur. Eina sem ég hefði áhuga á er ef hann hefði boðið mér í afsökunarbeiðni í beinni útsendingu, þá hefði ég mætt.

Samtökin Konur í tónlist (KÍTÓN) sendu frá sér yfirlýsingu um málið um helgina. Þar segir meðal annars að KÍTÓN óski eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra þegar kemur að jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar.

Auglýsing

læk

Instagram